Mikil áhersla er lögð á að aðgengi fatlaðs fólks að Mannrettindahúsinu sé til fyrirmyndar.
Aðgengi – Mannréttindahúsið
Aðkoma
Um 70 bílastæði eru við Mannréttindahúsið, þar af þrjú bílastæði fyrir hreyfihamlaða upp við bygginguna, 3,8 m að breidd og 5,0 m að lengd. Þau eru upphækkuð í hæð við gangstétt og snjóbræðslu.
Gangstéttir og gönguleiðir að inngangi eru hindrunarlausar og með snjóbræðslu. Snjóbræðsla í stéttum er að mestu leyti fullnægjandi.
Verið er að útbúa tvö bílastæði fyrir hreyfihamlaða til viðbótar næst inngangi, annars vegar 3,8 m að breidd og 5,0 m að lengd að stærð og hins vegar 4,5 m x 5,0 m að stærð með þriggja metra löngu athafnasvæði fyrir enda þess. Umferðarleiðir frá þeim að inngangi eru góðar stærstan hluta ársins en snjóbræðsla verður ekki til staðar á þeim að sinni.
Móttaka
Móttaka er við inngang og er hún opin á skrifstofutíma. Starfsfólk móttöku aðstoðar gesti og leiðbeinir um húsið.
Gangar og umferðarleiðir
- Engir þröskuldar eru í byggingunni, nema að geymslum.
- Leiðarlínur og áherslusvæði fyrir blint og sjónskert fólk er frá inngangi að stigum, lyftu og álmum.
- Navilens rötunarkerfið er til staðar í byggingunni og gerir fólki kleift að komast leiðar sinnar með aðstoð símaapps.
- Ný lyfta fer milli þriggja hæða hússins. Hún er rúmgóð, með sæti, útbúin stórum tökkum með punktaletri og gefur tilkynningar í hátalarakerfi á ensku.
Salernisaðstaða
Salerni fyrir gesti eru tvö í kjallara og fjögur á fyrstu hæð, þar af þrjú sem er aðgengilegt fyrir fatlað fólk. Þau eru afar rúmgóð, með sjálfvirkum opnunarbúnaði fyrir hurð sem rennur til hliðar og les upp á ensku hvort dyr séu að opnast, lokast eða læsast.
Spegill er lækkaður, sápuskammtari, bréfþurrkur og salernispappír eru innan seilingar fyrir fólk sem notar hjólastól og sveif er á blöndunartæki.
Brunakerfi og flóttaleiðir
Þrir útgangar eru merktir sem flóttaleiðir á fyrstu hæð og nýtast allir hreyfihömluðu fólki, með ýmist römpum eða pöllum fyrir utan.
Brunakerfið er bæði með hljóð- og ljósboðum svo að hægt sé að skynja hættu með sjón og heyrn.
Tröppustólar eru á annarri hæð og í kjallara, ætlaðir hreyfihömluðu fólki til að fara milli hæða með aðstoð þar sem lyfta er ekki í notkun. Brunahelt gler er fyrir svölum á annarri hæð.
Eldhúseiningar
Vaskborð eru hæðarstillanleg, einnig hluti eyju í miðrými.
Funda- og viðtalsherbergi
Tvö fundarherbergi og tvö viðtalsherbergi eru á fyrstu hæð. Dyraop eru breið, rennihurðir opnast með takka og lokast hægt aftur til að gefa fólki nægan tíma til að koma sér fyrir.
Í þremur af fjórum fundarherbergjum eru hæðarstillanleg fundarborð. Fundarherbergi eru búin fjarfundarbúnaði og auðveldar það aðgengi að fundum.
Meira um aðgengi
Á heimasíðu ÖBÍ réttindasamtaka má finna gagnlegar upplýsingar um aðgengismál. Sjá einnig tengla fyrir neðan.