Skip to main content

Fræðsluröð ÖBÍ: Fjáröflun og markaðsmál almannaheillafélaga

Á fræðsluviðburðinum verður fjallað um helstu áskoranir og tækifæri í fjáröflun og markaðsmálum almannaheillafélaga. Rýnt verður í hugmyndir og leiðir til að auka sýnileika, rækta tengsl og sjálfbærni starfseminnar. Viðburðurinn hentar öllum sem koma að rekstri, markaðs- eða fjáröflunarstarfi félaga.

Námskeiðið verður haldið í Mannréttindahúsinu Sigtúni 42, miðvikudaginn 21. janúar kl. 16-19:00.

Námskeiðið er frítt. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á obi@obi.is og takið fram ef óskað er eftir táknmáls- eða rittúlkun.

Við hlökkum til að sjá ykkur!