Karl Guðmundsson og Erling T.V. Klingenberg
Akríl á striga
120 x 138 cm – tvö verk
Karl Guðmundsson hóf nám við Myndlistarskólann á Akureyri aðeins fimm ára gamall, undir leiðsögn Rósu Kristínar Júlíusdóttur. Listferill Karls spannar nú rúma tvo áratugi og kemur hann í verkum sínum skýrt til skila þeirri næmu, listrænu tilfinningu sem býr innra með honum.