Skip to main content
ÖBÍ

Verðlaunamynd sýnd í Mannréttindahúsinu

By 8. desember 2025No Comments

Magnús Orri Arnarson, kvikmynda- og þáttagerðarmaður, sýndi heimildarmyndina Sigur fyrir sjálfsmyndina í Mannréttindahúsinu 4. desember fyrir fullum sal. Myndin fylgir eftir keppendum á vetrarheimsleikum Special Olympics á Ítalíu.

Að lokinni sýningu svaraði Magnús Orri spurningum sýningargesta. Ræddi hann um það hvernig hann hóf feril sinn í kvikmyndagerð, mikilvægi Special Olympics og ýmislegt fleira.

Magnús Orri fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka þann 3. desember síðastliðinn en sama dag fékk hann einnig Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra. Ári fyrr fékk hann Múrbrjót Þroskahjálpar.